Fyrir utan brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr stjórnmálum er helsta umræðuefnið niðurlæging Dags B. Eggertssonar innan Samfylkingar. Dagur hefur um langt árabil haldið uppi fylgi flokksins með sigrum í Reykjavík þar sem höfuðvígi flokksins er. Fyrir kosningar reynt að halda honum frá framboði í þingkosningum. Þegar Dagur gaf sig ekki greip Kristrún Frostadóttir til þess ráðs að tilkynna að hjann fengi engar vegtyllur innan flokksins. Hann átti að verða aukaleikari eins kom á daginn þegar hann var að hvatningu Kristrúnar strikaður niður um sæti. Nú er komið á daginn þar sem hann fær ekki ráðherrastól eða formennsku í þingflokknum. Margir fordæmdu aðförina að Degi, þeirra á meðal faðir hans.
DV gerir því skóna í skoðanapistli að Dagur muni ekki una því til lengdar að vera hornkerling í Samfylkingunni og hann hafi tromp uppi í erminni. Á það er bent að hann skrifaði ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, og þannig taug á milli Dags og Framsóknar. Nú sé formannskrísa í Framsókn og Dagur geti hæglega snúið baki við Samfylkingunni og gengið í Framsókn og náð þar til þeirra metorða sem þar bjóðast …