Nú liggur það fyrir að mölunarverksmiðja Heidelberg mun ekki rísa í Þorlákshöfn en íbúar í Ölfusi höfnuðu hugmyndum um slíkt í íbúakosningu og er niðurstaðan áfellisdómur yfir fyrirtækinu í ljósi allra þeirri loforða sem kastað var fram. Fyrirtækið hefur sagt að það muni reyna byggja upp starfsemi sína í öðrum bæjarfélögum á Íslandi.
Óvíst er að nokkurt sveitarfélag vilji fara í samstarf við fyrirtækið eftir þau ummæli sem Þorsteinn Víglundsson, talsmaður fyrirtæksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið flakka í fjölmiðlum. Hegðun Þorsteins minnir meira á unglingsdreng sem hefur verið sagt upp af kærustu sinni en talsmann stórfyrirtækis. Munurinn er þó sá að sveitarfélagið átti aldrei í sambandi við Heidelberg, sem gerir viðbrögð Viðreisnarmannsins fyrrverandi þeim mun furðulegri.
Ásakanir um lygar og yfirlýsingar um að sveitarfélagið muni sjá eftir að hafa svikið fyrirtækið munu ekkert gera nema loka dyrum í andlit Þorsteins. Lýðræðið hefur talað og Þorsteinn ætti að skrúfa niður hortugheitin …