Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Hræsni Ragnars

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flokkur fólksins er í talsverðu uppnámi eftir að hörkutólið Inga Sæland ákvað að henda þeim Tómasi Tómassyni og Jakobi Frímanni Magnússyni út sem oddvitum. Báðir rökuðu inn atkvæðum fyrir flokkinn í seinustu kosningum.

Marga rak í rogastans þegar tilkynnt var að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, yrði leiðtogi í Reykjavík en ætlaði samt að þiggja áfram laun hjá verkalýð sínum. Ragnar Þór lýsti því yfir að hann vildi sjá hvernig kosningar færu áður en hann tæki ákvörðun um að hætta hjá VR.

Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði í formannsslag VR fyrir Ragnari er ómyrk í máli á Facebook og  furðar sig á þeirri ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann reynir að selja sig fyrir Flokk fólksins. Hún telur framgöngu hans lýsa siðleysi.

„Þetta er sérstaklega áhugavert þar sem að honum fannst ég of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma og sérstaklega áhugavert í ljósi þess að það eina sem hann og kosningamaskínan hans fundu gegn mér var að ég væri of tengd stjórnmálunum, af því að ég var skráð í stjórnmálaflokk …, spyr Elva Hrönn. Líklegt er að ákvörðun Ragnars muni draga dilk á eftir sér …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -