Innan Sjálfstæðisflokksins gætir nokkurs kvíða vegna framvindunni í fjórðu bylgju Covid. Víst þykir að flokkurinn muni gjalda fyrir það í kosningum ef allt fer á verri veg en komið er. Sú hrollvekja yrði skrifuð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem hefur markað sín spor sem baráttumaður fyrir opnun landsins á Covid-tímum. Þá greip hún erftirminnilega inn í mál Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem var þátttakandi í sóttvarnabroti í Ásmundarsal. Þrýsti ráðherrann á lögreglustjóra að biðjast afsökunar á framferði lögreglumanna sem upplýstu um veru hans. Örlög Sjálfstæðisflokksins ráðast af stöðu faraldsins á kosningadag. Kosningaúrslit flokksins munu speglast í öfugu hlutfalli í fjölda þeirra sem verða veikir á þeim tíma …