Það liggur í loftinu að stórtíðindi verði þegar talið verður upp úr kjörkössunum í haust. Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósilaistaflokksins, fer með himinskautum og mælingar benda til að hann mæti á Alþingi með fjóra þingmenn. Það vekur mörgum innan fjórflokksins mikla skelfingu. Önnur tíðindi eru þau að Miðflokkurinn er í hreinni fallhættu þrátt fyrir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður hafi úðað í sig hráu kjöthakki undir suðandi myndavélum. Viðbúið er að yfirvofandi sigur Gunnars Smára sameini flesta aðra flokka í að kveða niður hrollvekjuna og tryggja áframhaldandi rólegheit á Alþingi þar sem flest mörk milli flokka eru horfin og samtryggingin gildir …