Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hrollvekja Þorsteins Más

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er væntanlega hrollur í Þorsteini Má Baldvinssyni og öðrum þeim forsvarsmönnum Samherja sem innvinklaðir eru í mútumál félagsins í Namibíu og önnur svikamál víðar um heiminn. Þrjú ár eru síðan málið kom upp og er víðtæk rannsókn í gangi bæði hérlendis og erlendis. Í Namibíu eru meintir mútuþegar í varðhaldi en á Íslandi ganga menn lausir. Enginn þeirra þorir að mæta í yfirheyrslu til Namibíu.

Rannsókn er í fullum gangi beggja vegna hafs og er búist við tíðindum. Sakargiftir eru alvarlegar og afleiðingarnar fyrir Þorstein Má og félaga geta orðið alvarlegar ef sakir sannast.

Aðrir með stöðu sakborninga í málum Samherja eru Ingvar Júlí­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, Ingólf­ur Pét­urs­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Arna McClure, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­herja, Eg­ill Helgi Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Aðal­steinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Jón Óttar Ólafs­son, einkaspæjari sem hef­ur með°l annars séð um að áreita Helga Seljan sjónvarpsmann. Jó­hann­es Stef­áns­son upp­ljóstr­ari í mál­inu er einnig með stöðu grunaðs manns …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -