- Auglýsing -
Eftir að Guðrún Hafsteinsdóttir vann glæstan sigur í Suðurkjördæmi blasir við að konur eru í sókn í Sjálfstæðisflokknum sem lengi vel var stækasta karlaveldi með tilheyrandi hrútalykt. Líklegt er að Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir leggi bændahöfðingjann Harald Benediktsson í Norðvesturkjördæmi og að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fari nokkuð létt með Guðlaug Þór Þórðarson í Reykjavík. Guðlaugur mun þó væntanlega ná að verða leiðtogi í öðru Reykjavíkurkjördæmanna upp á náð og miskunn. Gangi allt þetta eftir munu konur verða leiðtogar Sjálfstæðismanna í þremur af sex kjördæmum og kvennabylting blasir við …