Úrslitin í uppstillingu Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið mikla reiði. Teitur Björn Einarsson alþingismaður var sleginn af og náði ekki inn á listann. Knattspyrnukappinn Ólafur Adolfsson tryggði sér efsta sætið örugglega. Þá var stuðningsfólki Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur varaformanns hent út af lista. Þegar grannt er skoðað má lesa út úr þessum úrslitum að hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra er þarna að störfum.
Teitur Björn hefur verið sauðtryggur stuðningsmaður Þórdísar Kolbrúnar varaformanns og Bjarna Benediktssonar formanns og höfuðfjanda Guðlaugs Þórs. Ólafur oddviti er æskufélagi Guðlaugs og einn nánasti samherji hans í gegnum tíðina.
Hermt er að Teitur Björn og stuðningsmenn hans séu bókstaflega æfir vegna niðurlægingarinnar og þeir hugsi Guðlaugi og stríðsmönnum hans þegjandi þörfina …