Mikið hefur verið sagt og skrifað um þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar að hætta á Alþingi og sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slíkt mun hafa í för með sér miklar breytingar innan flokksins og líklegt að hörð barátta verði um formannsstólinn.
Þetta hefur hins vegar í för með sér að Jón Gunnarsson mun halda þingsæti sínu en hann skipaði fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningum.
Rætt var um ákvörðun Bjarna og innkomu Jóns í Silfrinu á RÚV í gærkvöld. Hægt er fullyrða að Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, hafi stolið senunni þegar hann sagði að áframhaldi viðvera Jóns væri hvalreki. Orðaleikurinn vakti mikla kátínu og mætti sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur berjast við að springa ekki úr hlátri …