Mogginn, sem lifir á dauðanum, er aldrei þessu vant, lifandi og stútfullur af lífi og fjöri. Hæst ber aðsendar greinar frambjóðenda í Suðvesturkjördæmi þar sem margr eru tilkallaðir en fáir útvaldir. Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður stefnir á annað sætið og nýtur mikils stuðnings. Á meðal þeirra sem lýsa yfir stuðningi við hana er Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, sem ritar grein henni til Bryndísi stuðnings. Greinin ber þá hyldjúpu fyrirsögn: „Hvernig er hún Bryndís Haralds?“. Það skondna er að nokkrum síðum aftar í blaðinu er Bryndís sjálf með grein sem ber yfirskriftina: „Við erum ekki öll eins“ og er einskonar svar við áleitinni spurningu í grein Ragnheiðar …