Viðskiptajöfurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er nú í upprisu eftir að hafa verið úthrópaður um árabil sem útrásarvíkingur og spilltur í viðskiptum. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var um árabil á eftir honum og fyrirtæki hans, Baugi. Þau undur og stórmerki urðu að Morgunblaðið, með Davíð við stýrið, var með drottingarviðtal við hann á dögunum. Þá er væntanlegt við hann viðtal í Kveik sem virðist snúast um nýja bók hans sem hann fær rithöfundinn Einar Kárason til að skrá. Einar hefur áður tekið að sér að skrifa um viðskiptajöfra með vafasama fortíð því hann skrifaði sögu Jóns Ólafssonar, fyrrverandi eiganda Skífunnar og Norðurljósa og tókst vel til með hvítþvottinn. Nú er spurt hversu einlæg bókin um Jón Ásgeir verði og hvort öllu verði til tjaldað eins og öllu baktjaldamakkinu og glæsilífinu á snekkjunni Thee Viking. Hugsanlega verður bókin gerð af einlægni og þannig stærsta innleggið í yfirstandandi upprisu Jóns Ásgeirs. Margir bíða spenntir eftir hvítbók Jóns Ásgeirs …