Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen á sigurbraut í grænlenskri pólitísk eftir að Erik Jensen felldi Kim Kielsen, formann grænlensku landsstjórnarinnar, í formannskjöri Siumut, stærsta stjórnarflokksins. Inga Dóra var í hópi stuðningsmanna Eriks. Hún var kosin varaformaður skipulagsmála flokksins. Inga Dóra er dóttir Guðmundar Thorsteinsssonar og Benedikte Thorsteinsson, sem um tíma var félagsmálaráðherra Grænlands. Inga Dóra var um tíma borgarfulltrúi í Nuuk og varaborgarstjóri Nú er talið að henni séu allir vegir færir í grænlenskri pólitík og geti valið um það að fara á þing eða leiða borgarstjórnarflokkinn í Nuuk. Hún bjó um árabil á Íslandi og er formaður Ferðafélag Grænlands sem stofnað var með stuðningi Ferðafélags Íslands. Margir spá því að Inga Dóra eigi eftir að verða forsætisráðherra Grænlands í fyllingu tímans …