Ríkisstjórnin fær engan óskabyr í upphafi. Ólga er vegna þess að ráðherrarnir kom að langmestu leyti úr höfuðborginni og landsbyggðin fær fingurinn. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, vekur athhygli á því að Norðausturkjördæmi er í fyrsta sinn án ráðherra. „Mér finnst þetta ekki gott,“ segir Valgerður við Fréttablaðið. Gagnrýnt er að Ingibjörg Isaksen, oddviti í kjördæminu, yrði ekki ráðherra eftir stórsigur. Ingibjörg er annáluð fyrir dugnað og pólitíska visku. Hjá Sjálfstæðismönnum er ólga í Suðurkjördæmi þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir var sniðgengin rétt eins og Páll Magnússon, brotthrakinn leiðtogi áður. Kjörtímabilið framundan gæti verið þyrnum stráð fyrir leiðtoga stjórnarflokkanna …