Það getur verið erfitt að vera forseti og hefur Halla Tómasdóttir fengið að kynnast því frá því að hún tók við embættinu í fyrra. Nýjasta vesen Höllu kom upp í janúar þegar hún ákvað að sóla sig í Dóminíska lýðveldinu í fjölskyldufríi í stað þess að mæta í minningarathöfn um helförina í Auschwitz. Þá hjálpuðu óskýr svör embættisins um skipulag ferðarinnar forsetanum ekki neitt.
En forsetinn hefur átt sína spretti og dæmi um slíkt er fundur hennar í vikunni með Lilju Dögg Jónsdóttur og Óttari Kolbeinssyni Proppé en þau starfa hjá Almannarómi. Þar er á ferðinni óháð sjálfseignastofnun með það að leiðarljósi með bæta íslenskukunnáttu landans og leggur áherslu að á tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum. Halla metur það hárrétt að þetta sé mikilvægt málefni og ætti forsetinn að halda áfram að styðja við verkefni sem stuðla að verndun íslenskunnar …