Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, situr á friðarstóli heima á Hvolsvelli eftir langt og gifturíkt starf á Alþingi og í sveitarstjórnum. Á dögunum var haldin mikil afmælishátíð í Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem fagnað var 90 ára afmæli Hvolsvallar og boðið til veislu. Ísólfur Gylfi flutti þar hátíðarræðuna fyrir fullu húsi, flestum hnútum kunnugur sem fyrrverandi sveitarstjóri.
Athygli vakti að hvorki Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri né Tómas Birgir Magnússon oddviti mættu á afmælissamkomuna. Hinsvegar mætti Jón Valgeirsson sveitarstjóri á Hellu. Engar kveðjur bárust frá þessum fyrirsvarsmönnum sveitarfélagsins. Til að bæta gráu ofan á svart gengu tveir fulltrúar sjálfstæðismanna í sveitarstjórn, Árný Hrund Svavarsdóttir og Sigríður Karólína Viðarsdóttir út af hátíðinni og sýndu þannig að margra mati lítilsvirðingu sína. Meðal þeirra sem gagnrýna framkomu fólksins er Lilja Einarsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Hvolsvelli. Engin skýring hefur fengist á framkomu broddborgara sveitarfélagsins …