Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Jakob á fljótandi fæði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjörnublaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er fjarri góðu gamni þessa dagana. Hann var fluttur á spítala á dögunum, þjáður af innvortis verkjum. Jakob Bjarnar er einn allra besti blaðamaður Vísis og þar er skarð fyrir skildi þessa dagana. En þrátt fyrir innantökurnar og í gegnum lyfjamóðuna heldur hann geislandi húmor sínum og óborganlegri kaldhæðni. Hann flytur umheiminum reglulega fréttir af sjúkrabeðnum þar sem hann er á fljótandi fæði á meðan kvilli hans er kortlagður. Í Facebook-færslu hans kemur fram að fæðið er ekki upp á marga fiski, svipað og gerðist þegar hann var ungur drengur á spítala. „Nema þarna er einn réttur sem gleður. Klikkar ekki. Klassík. Vanillusúpa. Ég held að þessi einstaki réttur hafi verið á matseðli eldhúss Landspítala alltaf. Mig rámar í að hafa fengið þessa súpu þegar ég lenti á spítala sem strákur fyrir hálfri öld eða svo. En þekkir það einhver, er þessi rjómasleikja seinni tíma viðbót við réttinn eða hefur þetta alltaf fylgt?“, spyr hann.

Vonir standa til þess að Jakob snúi fljótt og örugglega til baka, beinskeyttari en nokkru sinni fyrr ….

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -