Þau tíðindi hafa verið kunngerð að Jóhann H. Sigurðsson, hafi verið ráðinn sem skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. Þetta er nokkuð góð staða sem gefur sæmilega í aðra hönd. Því er lýst á vef flokksins að Jóhann hafi verið virkur í starfi Framsóknarflokksins um árabil. Hann er þannig innmúraður og innvígður í flokknum. Svo skemmir ekki fyrir að hann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hann er því einskonar krónprins flokksins.
Jóhann tekur við stöðunni af Teiti Erlingssyni sem verður aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra. Jóhann er vel menntaður og þykir falla vel að hinu nýja starfi. Þá skemmir ekki fyrir að hann hefur um árabil verið tryggur flokki sínum og breitt út boðskapinn um borg og bý. Ekki er talið ólíklegt að hann eigi eftir að skipa sér í forystusveit flokksins á næstu árum …