Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást hárrétt við þegar hújn bað Erlu Bolladóttur fyrirgefningar fyrir hönd þjóðarinnar og greiddi henni rúmar 30 milljónir króna í bætur fyrir þá þjáningu sem gæsluvarðhaldið vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar hefur valdið henni. Aðrir sakborningar í málinu höfðu þegar fengið bætur en Erla var sniðgengin.
Erla lýsti baráttu sinni í viðtali við Mannlíf í haust. Hún sagði frá baráttu sinni við ólæknandi krabbamein og þeirri von sinni að þessu máli færi að ljúka. Nú hefur ósk hennar verið uppfyllt og Erla getur andað léttar og einbeitt sér að því að njóta lífsins utan skugga Geirfinnsmálsins. Það er mat margra að forsætisráðherra eigi heiður skilinn fyrir framgöngu sína og að færa Erlu þar með stærstu jólagjöfina sem færir henni langþráðan frið…