Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Jón Ásgeir stórgræðir á bensínsjoppum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er ekki af baki dottinn þrátt fyrir fjárhagsleg áföll sem hann gekk í gegnum eftir hrunið. Nú er Jón Ásgeir nánast búinn að taka olíufélagið Skeljung yfir og á góðri leið með að breyta bensínsjoppunum í stórveldi og fjárfestingafélag með ýmsum töfrabrögðum. Andað hefur köldu á milli lífeyrissjóðsins Gildis og Jóns Ásgeirs og hefur sjóðurinn nú selt nánast alla hluti sína í félaginu. Það eru þó ekki allir á förum og Guðni Eiríksson, eigandi Eplis, tilkynnti nýlega um fimm prósenta kaup sín í félaginu.

Þeir hluthafar sem hafa stokkið á vagninn með gamla kaupmanninum á horninu hafa fengið ríflega ávöxtun. Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 57 prósent síðastliðna 12 mánuði og margir fengið vænan glaðning við sölu. Jón Ásgeir er svo sannarlega ekki allra þegar kemur að viðskiptum hér á landi. Hann þykir stjórnsamur og fyrirferðarmikill hluthafi þar sem hann kemur við sögu. Það hafa þó margir fyrrum útrásarvíkingar malað gull með honum og má þar meðal annars nefna Hannes Smárason, Pálma Haraldsson, Magnús Ármannsson og Þorstein Jónsson, Steina í Kók. Flestir eru svo sammála því að hann á mörg líf í viðskiptum …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -