Tónlistarmaðurin Auðun Lúthersson, Auður, sló svo sannarlega í gegn með lagi sínu og Bubba Morthens, Tárin falla hægt. Það þótti mikill drengskapur af Bubba að fara út á blóðvöllinn og hjálpa Auði til að snúa til baka eftir að honum hafði verið slaufað af óljósum ástæðum í mikilli hatursherferð. Sjálfur hafði Auður tekið ásakanir um að hafa stigið yfir mörk stúlkna alvarlega. Hann dró sig í hlé frá sviðsljósinu, leitaði sér sálfræðisaðstoðar og fór í mikla sjálfsskoðun. Nú hefur hann snúið aftur af krafti.
Söngvarinn Jón Jónsson hefur nú einnig lagt honum lið. Þeir gáfu út lag saman í gær. Lagið heitir Ég var ekki þar og var að sögn samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan.
Fram kom á Rás 1 að þótt Auður hafi hvorki verið kærður né lögsóttur eru enn tvær útvarpsstöðvar sem halda áfram að slaufa honum og sniðganga lögin hans …