Hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson leggur gjarnan lykkju á leið sína ef von er um átök eða dulítið stríð. Seint verður sagt að hann sitji á friðarstóli. Gamla dómaranum er sérlega uppsigað vð fyrrverandi félaga sína í Hæstarétti. Þetta leiddi til þess að forseti Hæstaréttar, Benedikt Bogason, fór í meiðyrðamál við Jón Steinar. Þetta er að sjálfsögðu fokdýrt og lögfræðikostnaður á hvorn aðila reiknast í milljónum króna. Jón Steinar var sýknaður af kröfu Boga fyrir Hæstarétti en dómurinn ákvað að hvor um sig skyldi bera kostnað af lögfræðingum. Jón Steinar hefur ekki lagt niður vopnin því hann hefur grunsemdir um að Bogi hafi fengið sinn lögmann frítt auk þess að sleppa undan þeim kostnaði semJón Steinar þurfti að bera. Hann krefst þess nú að forsetinn upplýsi hvort það sé rétt og að hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eigi þá hönk upp í bakið á honum. Einhver kynni að segja að Jón Steinar hafi lög að mæla …