Orðrómur
Söngvarinn Jónsi úr Sigur Rós er ekki sáttur með lögsóknir sem hann og aðrir félagar í Sigur Rós hafa þurft að sæta vegna vantalinna tekna. Sigur Rósarmenn voru í viðtali við Guardian þar sem þeir hörmuðu örlög sín og lýstu því að gjaldþrot og jafnvel fangelsi gæti blasað við þeim.
Jónsi er þegar fluttur til Los Angeles, fullsaddur af Íslandi þar sem hann segir að hafi verið farið með hljómsveitarmeðlimi eins og glæpamenn eftir að þeir hafi um árabil komið landi sínu á framfæri á vængjum frægðar sinnar.
Félagarnir í hljómsveitinni kenna endurskoðanda sínum, Gunnnari Ásgeirssyni hjá PWC, um að tekjur upp rúmlega 150 milljónir króna voru vantaldar. Þeir greiddu skuldina en án álags.
Georg Hólm, Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson, núverandi og fyrrverandi félagar í Sigurrós íhuga einnig að flýja Ísland, samkvæmt Guardian. Skattamál þeirra félaga er enn fyrir dómi ….