Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Kári snuprar Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fór á kostum í ræðu sinni á Sjáoarnum síkáta,  sjómannadeginum í Grindavík. Kári er vanur að láta hvína í tálknum þegar honum hentar. Að þessu sinni gerði hann að umtalsefni þau kjör sjómanna að verða bókhaldstrikkum útgerðarinnar að bráð og láta hlunnfara sig. „Með því að hýrudraga þá með flóknum bókhaldstrikkum, til dæmis með því að eiga félög í útlöndum sem þau selja aflann á lágu verði sem svo áframselja hann á háu verði …“, segir í ræðu Kára sem vefmiðillinn Vísir endurbirtir.

Ljóst má vera að þarna er hann meðal annars að vísa til ásakana á hendur Samherja sem liggur undir því ámæli Ríkisútvarpsins og Seðlabankans að hafa falsað fiskverð og skert þannig kjör sjómanna sinna. Kári segist ekki vilja leggja mat á sannleiksgildi frásagna um svikin en segir sjómenn einfaldlega ekki eiga skilið að svona sé talað um atvinnugreinina þeirra.

Svo hvetur hann sjómenn til uppreisnar.

„Það er kominn tími á sjómannabyltingu í íslensku samfélagi. Þið verðið að skipuleggja ykkur og hefja kraftmikla baráttu. Þið verðið að kasta blöðrum fullum af rauðri málingu í þær stofnanir sem standa í vegi ykkar annað hvort symbólískt eða raunverulega …,“ segir Kári.

Hætt er við að ræða Kára hafi komið illa við Þorstein Má Baldvinsson og aðra Samherjamenn sem meðal annars eiga útgerðarfyrirtæki í Grindavík þar sem eldmessan var var flutt. Lokaorðin voru sláandi brýning. „Ef þið gerið þetta ekki verður ykkar ekki einu sinni minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki. Ykkar verður einfaldlega ekki minnst,“ …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -