Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ómyrkur í máli þegar hann fjallar um það andóf sem verið hefur gegn megrunarlyfjum. Undanfarin misseri hafa megrunarlyf komið mörgum til bjargar í baráttunni við aukakílóin. Samtök um líkamsvirðingu og fleiri hafa lagst gegn notkun þeirra og telja að þeim fylgi skaðsemi fremur en gagn. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, stjórnarkona í Samtökum um líkamsvirðingu, hefur sagt að offita sé ekki sjúkdómur.
„Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni og slitgigt …,“ sagði Kári við Fréttablaðið. Hann bendir á að offita verði fjölmörgum að aldurtila og nauðsynlegt að hjálpa ungu fólki til að forðast þá sjúkdóma, Hann bendir á að þöggun hjálpi offitusjúklingum ekki á neinn hátt …