Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, nær ekki því flugi í skoðanakönnunum sem hennar fólk hafði vonast eftir. Nýlegar kannanir sýna að hún er ýmist á pari við Baldur Þórhallsson prófessor eða eftirbátur hans. Mogginn birtir í dag könnun Prósents sem leiðir í ljós að Baldur er með 25,8 prósenta fylgi en Katrín fengi rétt rúmlega 21 prósent. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. kemur svo á hæla þeirra með tæplega 17 prósenta fylgi.
Þessi staða er eflaust mikil vonbrigði fyrir stuðningsfólk Katrínar sem hefur farið með himinskautum í vinsældum sem forsætisráðherra og verið lanngvinsælasti stjórnmálamaður landsins. Hugsanlegt er talið að fylgisleysi Katrínar sé vegna þess að hún hljóp frá ríkisstjórnarborðinu og afhenti Bjarna Benediktssyni, verst þokkaða sjórnmálmanni landsins, forsætisráðherrastólinn. Kjósendur refsa henni fyrir það tiltæki.
Sá frambjóðandi sem kemur mest á óvart í könnunum er Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri sem Prósent mælir með rúmlega 10 prósenta fylgi. Halla Hrund gæti átt eftir að koma á óvart …