Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Ásthildur í vanda vegna kattahaturs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Akureyringar eru þessa dagana úthrópaðir fyrir þá mannvonsku bæjarstjórnar að ætla að útrýma útiköttum á næstu árum.  Skáldið Ólafur Haukur Símonarson rifjar upp að þessu tilefni að Flosi Ólafsson leikari sagði á sínum tíma að Akureyringar væri til mikillar fyrirmyndar á meðan þeir svæfu. Í vöku ættu þeir hins vegar til ýmsar skrítnar kenjar. Ólafur Hukur, sem er þekktur sem dýravinur, vill vita hvort loka eigi einnig inni mannskepnur sem míga á almannafæri.

Skopmynd af bæjarstjóra. Mynd: Facebook.

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður, lýsir ennig undrun sinni á framgöngu kollega sinna og aðför að köttunum. Fjölmargir aðrir hafa stigið á stokk og fordæmt grimmdina í garð katta. Langflestir þeirra þúsunda  sem teljast kattavinir eru sameinaðir gegn bænum í norðri. Málið er um það bil að verða versti ímyndarskellur sem Akureyringar hafa orðið fyrir. Ásthildur Sturludóttir, vinsæll bæjarstjóri, er í klandri vegna stuðnings síns við málið sem talið er geta haft áhrif í komandi bæjarstjórnarkosningum. Skopmynd af bæjarstjóranum að snara kettlinga gengur ljósum logum …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -