Nær öruggt þykir að við brotthvarf Páls Magnúsonar, sem leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, munu Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, hreppa sætið. Reyndar stóð Páll það tæpt í kjördæminu að staða hans þótti vonlaus. Klofningurinn og fall meirihlutans í Eyjum varð á hans vakt og ábyrgð. Sjálfstæðismenn gleðjast yfir því að kona taki við keflinu. Aftur á móti verður með þessu mikil óvissa um stöðu alþingismannanna Ásmundar Friðrikssonar og Vilhjálms Árnasonar sem voru að sögn í bandalagi um að fella Pál og taka sjálfir efstu tvö sætin. Þeir setja nú uppi með þann svarta Pétur að eiga litla von um þá niðurstöðu. Kjörískonan ruglar í plönum karlanna tveggja …