Svo virðist vera að landsmenn hafi tekið nýrri þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur mjög vel. Elín Hall og Nína Dögg Filippusdóttir leika forsetann fyrrverandi á mismunandi tímum á ævinni. Fyrsti þátturinn var sýndur á nýársdag á RÚV.
Fáir áttu þó von á því að sjá klón Ingvars E. Sigurðssonar í þættinum. Rétt þó taka fram að þarna var Sigurður Ingvarsson, sonur stórleikarans, á skjánum en halda mætti að sonurinn væri klón af Ingvari vegna hversu líkir feðgarnir eru. Raddir þeirra eru sömuleiðis gríðarlega líkar.
Þá var Ísadóra Bjarkardóttir Barney einnig í stóru hlutverk í fyrsta þættinum en hún er dóttir stórsöngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Líklegt er að þau verði heimsfræg á Íslandi fyrr en varir …