Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, lenti heldur betur í súpunni í morgun þegar vandræðaleg mistök voru gerð í frétt Vísis þar sem Agnes Veronika Hauksdóttir, leikskólastjóri Maríuborgar, var höfð fyrir rangri sök.
Í fréttinni sem Vísir birti í morgun um óánægju 60 foreldra barna sem eru á leikskólanum var því haldið fram að Agnes Veronika hafi verið bakvörðurinn sem sakaður var um að hafa villt á sér heimildir á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í kórónufaraldrinum en það er alls ekki rétt hjá vefmiðlinum.
Mistök Vísis, sem er með strangar siðareglur og er duglegt að benda á mistök annarra fjölmiðla, má rekja til mistaka mbl.is í morgun um mál leikskólastjórans en fjölmiðillinn hlekkjaði við frétt af bakverðinum á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Morgunblað Davíðs Oddssonar baðst síðar afsökunar á mistökunum en Vísir birti aðeins leiðréttingu, þrátt fyrir að hafa sakað Agnesi Veroniku um alvarlegt brot …