Fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson, kann svo sannarlega að vekja á sér athygli. Í gær auglýsti hann á Facebook eftir starfskrafti þar sem ein lykilkrafan var að sá sem fengi starfið í fiskbúð hans væri karlmaður. Viðbrögðin við auglýsingunni urðu í báðar áttir en Fiskikónguurinn gaf sig ekki og ítrekaði að konur hefðu ekki burði í að vinna starfið.
„Mig vantar karlmann til þess að sinna ákveðnu starfi innan fyrirtækisins sem er mjög líkamlega erfitt. Hef prófað að vera með stelpu í því og eina stelpan sem hefur getað sinnt þessu starfi er Lovísa systir mín,“ sagði hann í annari færslu eftir að uppnám hafði orðið og bætti við að sýstir hans væri „algjör nagli“ og að um væri að ræða karlmannsstarf.
Og Kristjáni Berg ofbýður það sem hann kallar væl þjóðarinnar og heldur áfram að ranta í málinu.„Það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum,“ skrifar hann og spyr hvort íslenska þjóðin sé að breytast í vælukjóa …