Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, heldur öllum starfsmönnum sínum á launum þrátt fyrir hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur marvælaráðherra sem gildir til fyrsta september. Engum hefur verið sagt upp og eru áform um að hefja veiðarnar 1. september að óbreyttu, að Því er fram kemur í fjölmiðlum í dag.
Um er að ræða á annað hundrað starfsmenn sem hafa drepið tímann undanfarnar vikur á meðan þess er beðið að veiðarnar verði aftur leyfðar. Svandís hefur gefið til kynna að bannið verði framlengt en ekkert liggur fyrir í þeim efnum.
Gríðarleg ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og hótanir um stjórnarslit liggja í loftinu. Viðbúið er að upp úr sjóði ef bannið verður framlengt …