Fjölmiðlakonan geðþekka, Kristjana Arnarsdóttir, er líklega á meðal þeirra seinheppnari í atvinnumálum. Kristjana hefur verið á hraðri uppleið innan Ríkisútvarpsins þar sem hún stjórnaði vinsælum þáttum. Mörgum til undrunar söðlaði hún skyndilega um og varð aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra.
Tilkynnt var um vistaskipti hennar í byrjun október og ekki var að sökum að spyrja. Ríkisstjórnin féll og Kristjana er í fullkominni óvissu með áframhaldandi starf á þessum vettvangi.
Ólíklegt verður að teljast að Ásmundur Einar verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Kannarnir eru Framsóknarflokknum mótdrægar og þingsæti ráðherrans gæti verið í uppnámi. Kristjana getur þó huggað sig við það að hún er með þriggja mánaða uppsagnarfrest og því ekki á köldum klaka.
Ferill Kristjönu sem aðstoðarmanns ráðherra gæti orðið einn sá stysti í lýðveldissögunni. Hún gæti þó nýtt sér starfsreynsluna sem stökkpall yfir í annað og feitara starf. Þekkt er að aðstoðarmenn uppskera gjarnan ríkulega. Þetta mátti glöggt sjá þegar Svanhildur Hólm hlaut þann bitling úr hendi fyrrverandi húsbónda síns, Bjarna Benediktssonar, að verða sendiherra í Bandaríkjunum …