Ekkert lát er á velgengni Samfylkingar undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur. Flokkurinn fer með himinskautum í fylgi og er með um þriðjungsfylgi kjósenda samkvæmt könnunum. Á sama tíma blasir við að Vinstri grænir eru við það að falla út af þingi og Sjálfstæðisflokkurinn er með fylgi innan við 20 prósent sem í sögulegu samhengi er óboðlegt.
Vonir Sjálfstæðismanna brugðust um fylgisris við þá breytingu að Bjarni Benediktsson „sagði af sér sem fjármálaráðherra“ og ráfar nú um pólitískt andvana sem utanríkisráðherra. Varaformaðurinn, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ekki sannfærandi í sínu hlutverki sem ráðherra efnahags og fjármála. Hún mætti Kristrúnu í umræðuþætti á vef Moggans og stóðst henni engan veginn snúning. Kristrún býr að yfirburðaþekkingu á fjármálum og rúllaði stallsystur sinni upp í rólegheitunum. Taugaveiklun innan bæði VG og Sjálfstæðisflokksins fer vaxandi í réttu hlutfalli við yfirvofandi fylgistap …