Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er stjórnmálamaður sem fer ótroðnar slóðir og er óhrædd við að fylgja eftir sannfæringu sinni. Hún hoppar ekki á þann vagn að tala fyrir hömulausu flæði hælisleitenda inn í landið, sem tryggir henni atkvæði úr hópi hinna einföldu í hópi góða fólksins. Kristrún er ófeimin við að taka undir með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sem vill herða löggjöf um hælisleitendur og stöðva þá bylgju sem hingað kemur. Kristrún segir réttilega að Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin.
Hugsanlegt er að Kristrún tapi fylgi á þessu viðhorfi sínu en líklegra er að hún uppskeri fyrir að taka ekki þátt í þeirri skautun sem leiðir af sér þau öfgasjónarmið sem eru ríkjandi í umræðunni. Líklegra er þó að hún uppskeri vel fyrir að vera ekki föst í hjólförum öfganna. Þá eru vaxandi líkur á því að hún verði leiðtogi næstu ríkisstjórnar …