- Auglýsing -
Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, á það til að vera afskaplega hnyttinn. Færslur hans á Facebook þykja vera í senn fyndnar og ósvífnar í sumum tilvikum. „Nú er það svo að maður opnar ekki fjölmiðil án þess að allt snúist um kynlíf og endalaus viðtöl við kynfræðinga, sem ætla má að séu kynlífsfíklar miðað við það sem kemur frá þeim,“ skrifar Brynjar og upplýsir að fræðslunni sé troðið ofaní sjö ára börn og að rétt sé að sumra mati að byrja kynfræðslu í leikskóla.
„Þessir ungu kynfræðingar átta sig ekki á að bæði fínhreyfingar og grófhreyfingar gefa eftir með aldrinum og því er beinlínis hættulegt fyrir okkur gamla fólkið að stunda þessa iðju,“ skrifar hann og furðar sig á því að allt verði vitlaust í þessum femíníska heimi þegar miðaldra karlar segja tvíræða brandara einhvers staðar.
Brynjar klykkir svo út með því að upplýsa fólk um að lífið sé einfalt hjá þeim hjónum, honum og Soffíu. „Þegar ég ýja að kynlífi hváir hún gjarnan og spyr hvort það sé með ypsiloni,“ skrifar Brynjar sem er atvinnulaus og hefur nægar tómstundir eftir að hann missti vinnuna sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra …