Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki á flæðiskeri staddur. Hann var með 2,7 milljónir króna í mánaðarlaun, en hækkaði svo í 3,4 milljónir króna. Hækkun launa forstjórans nemur sem sagt 700 þúsund krónum á mánuði eða sem nemur góðum mánaðarlaunum venjulegs manns. Þetta hástökk Bjarna gefur honum yfir átta milljónir króna á ári. Bjarni er einn þeirra forstjóra sem hafa hlotið sérstök verðlaun fyrir frammistöðu sína á viðsjárverðum tímum. Augljóst er að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu telja sig vera vel aflögufær ef miðað er við þessa rausn. Láglaunafólkið mun væntanlega fá góður móttökur þegar gengið verður til samninga næst …