Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.9 C
Reykjavik

Leki frá Bjarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það vekur aðdáun hve nákvæmar upplýsingar Mogginn hefur af einkaviðræðum þeirra þriggja leiðtoga sem ræða saman um stjórnarmyndun. Þannig hefur Andrés Magnússon, fulltrúi, sem alla jafna hefur yfirumsjón með minningargreinum blaðsins, upplýst að framsóknarmenn vilji aukin völd við ríkisstjórnarborðið og fái fleiri ráðherra og  fjármálaráðuneytið og að gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Sjálfstæðismenn spyrji hins vegar hvers vegna stærsti flokkurinn
eigi að vera afgangsstærð. Fái þeir hvorki forsætis- né fjármálaráðuneytið hljóti mun fleiri ráðuneyti að falla þeim í skaut. Svör samstarfsflokkanna munu vera dræm.
Þá ert upplýsir Mogginn að nokkuð hafiverið rætt á einkafundum þremenninganna um  tilflutning verkefna og stofnun nýrra ráðuneyta, sem gæti liðkað til í stólaslagnunm. „Væri ráðherrum fjölgað um einn gæti Framsókn fengið fjóra, Sjálfstæðisflokkur fimm og Vinstri græn þrjá, en þá væru sjálfstæðismenn raunar að sýna nokkurt örlæti,“ skrifar Mogginn. Einhver kynni að geta bent á að fáir fllokkar eru tilbúnir til að vinna með Bjarna eða færa honum aukin völd. Nær allir vilja hins vegar vinna með Sigurði Inga Jóhannssyni og Framsókn.  Augljóst þykir að upplýsingarnar komi frá Bjarna Benediktssyni sem hafi af einhverjum ástæðum lekið til Moggans og fótgönguliða síns, Andrésar, sem er ekki utangátta …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -