Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í klemmu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er frekur til fjörsins og vill meira en í síðustu ríkisstjórn og sömuleiðis Framsóknarflokkurinn. Mörg draumamál Vinstri grænna á borð við hálendisþjóðgarð og breytingar á stjórnarskrá eru nánast út af borðinu. Stöðugt fleiri innan VG vilja að Katrín afskrifi Sjálfstæðisflokkinn og horfi til fjögurra flokka ríkisstjórnar með Viðreisn, Framsóknarflokknum og Flokki fólksins. En þar reynir á Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, sem þarf að vera samþykkur þeim ráðahag. Hinn kosturinn er sá að Sigurður Ingi taki dansinn með Sjálfstæðisflokknum og kippi öðrum um borð í stað VG. Flestum er ljóst að líf ríkisstjórnar Katrínar hangir á bláþræði. Eina sem allir eru sammála um er að Bjarni Benediktsson verður ekki forsætsráðherra …