Ögurstund er runnin upp á ferli Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um þær væntingar sínar að efna til þingrofs og kosninga. Gangi þetta eftir og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fari að vilja Bjarna mun hann þurfa að mæta kjósendum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn er í þeirri stöðu að fylgi hans hefur aldrei mælst minna á sama tíma og Samfylking og Miðflokkur fara með himinskautum í fylgi.
Það vekur nokkra undrun að Bjarni skuli ekki axla sína ábyrgð og hætta sem formaður eftir að hafa enn og aftur lent út í móa með ríkisstjórn sem hann átti að stýra. Hann útskýrði það sem svo að honum bæri skylda til að leiða flokk sínn í gegnum hörmungarnar sem skrifast að miklu leyti á hann sjálfan.
Bjarni ætlar sjálfur að taka lífróðurinn í stað þess að viðurkenna getuleysi sitt og ósigur. Það hlakkar í andstæðingum hans sem þó mættu hafa það hugfast að hann hefur fram að þessu lifað flest af í pólitík og hrist af sér hneykslismálin hvert af öðru. Mörgum er þá minnisstætt þegar hann auðmjúkur að sjá, kjökraði af sér atlögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í frægu sjónvarpsbviðtali og hélt formannsstólnum í stöðu sem virtist vonlítil …