Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra viðskipta, þykir vera ófeimin við að snupra kerfið ef þess þarf. Stóru bankarnir hafa dregið lappirnar með að frysta lán Grindvíkinga. Ráðherrann lét stjórnendur bankanna heyra það óþvegið og skilja mátti að það myndi hafa afleiðingar ef ekkert yrði gert. Í beinu framhaldi felldu bankarnir vexti niður og frestuðu afborgunum.
Framsóknarflokkurinn glímir við fylgistap undir stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Háværar radddir eru uppi um endurnýjun í flokknum. Margir staldra þar við nafn Lilju varaformanns og vilja yngja upp og dýpka forystuna. Þá þykir ekki verra að Lilja býr að yfirburðaþekkingu á efnahagsmálum, rétt eins og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, sem fer með himninskautum í fylgi. Lilja yrði sem formaður öflugt andsvar og þykir líkleg til að stöðva fylgishrunið …