Í janúar á næsta ári mun nýr útvarpsstjóri taka við af þeim umdeilda Stefáni Eiríkssyni sem hefur gefið út að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi starfi þegar fimm ára skipunartíma hans sleppir.
Það kemur í hlut Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningar, að auglýsa stöðuna með réttum fyrirvara og velja síðan nýjan útvarpsstjóra.
Víst er að margir horfa hýru auga til þess að komast í feitt starf á vegum ríkisins. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er atvinnulaus eftir að hafa misst af Bessastaðalestinni. Þóra Arnórsdóttir, talsmaður Landsvirkjunnar, er einnig nefnd til sögunnar. Vandi hennar er hins vegar sá að vera á kafi í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra, rétt eins og Stefán útvarpsstjóri.
Líklegt að valið verði faglega í stöðuna og þess freistað að rétta af ímynd Ríkisútvarpsins …