Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson glímir við þann vanda að hann og eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra í Wahington DC, fá ekki að flytja inn reyktan hrygg af svíni til að halda gleðileg jól í höfuðborg Bandaríkjanna. Hefðin á heimili hjónanna er sú að hafa hamborgarhrygg í matinn á aðfangadagskvöld en nú blasir við skortur þeirra lífsgæða. Þetta kom fram í ítarlegu spjalli við Loga í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Lítið hefur farið fyrir Loga opinberlega síðan hann stóð í ströngu og missti vinnuna vegna ásakana baráttukonunnar Vitalíu Lazereva en nú er þögnin rofin. Logi fjallaði meðal annars um yfirvofandi embættistöku Donalds Trump sem veldur mörgum kvíða. Hann upplýsti einnig að flygildi sem eru á sveimi í New Jersey eigi sér eðlilegar skýringar en séu ekki á vegum Kínverja. Bráðskemmtilegt viðtal við Loga sem stígur nú fram sem talsmaður sendiráðs Íslands í Washington og fer á kostum …