Elísabet Ýr Sveinsdóttir er fyrrverandi starfsmaður Samherja sem kom að vafasömum millifærslum inn á leynireikning James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanns Fishcor. Þetta er hluti af mútumáli félagsins sem teygir anga sína frá Namibíu til Kýpur. Namibíska lögreglan óskaði eftir aðstoð Interpol til að yfirheyra Elísabet og níu aðra sem grunaðir eru um glæpi og komu að vafasömum greiðslum Samherja. Stundin upplýsir þetta og að Elísabet hafi verið ráðin í starf fjármálastjóra Orkusölunnar, sem er í eigu íslenska ríkisins. Elísabet hefur ekki látið ná í sig til að útskýra sína hlið og lögreglan leitar nýja fjármálastjórans …