Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, er ekki á flæðiskeri staddur ef marka má tekjur sem skatturinn gefur upp og Frjáls verslun endurómar. Björn Ingi er með rúmlega 5,1 milljón krónur í mánaðarlaun þrátt fyrir gjaldþrot og aðrar hrakfarir. Hann kemur fast á hæla Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og eftirlaunaþega, sem sópaði að sér tæplega 6 milljónum á mánuði í miðju stórtapi Morgunblaðsins.
Þrátt fyrir uppgefnar tölur er óvíst að Björn Ingi hafi í raun þénað þessa upphæð. Hann var úrskurðaður gjaldþrota á liðnu ári, eins og Mannlíf greindi frá. Mögulegt er að tekjur hafi verið áætlaðar á hann og raunin sé allt önnur og honum óhagstæðari. Þangað til annað kemur í ljós er gott að gleðjast með honum yfir lukkupottinum og velgenginni …