Furðuleg uppákoma varð í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld þegar Sigríður Dögg Auðunsdóttir, spyrill þáttarins, sakaði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um lygar. Eftir átök spyrils og ráðherra upplýsti Sigríður Dögg að Bjarni hefði sett sem skilyrði að hann fengi að vera einn í þættinum til að svara fyrir skýrslu Ríkisendurskoðunar varðandi söluna á Íslandsbanka. Bjarni þvertók fyrir það og sagði þetta ósatt. Þau þjörkuðu um málið um stund en Bjarni stóð á sínu. Áhorfendur voru engu nær.
Eftir þáttinn upplýsti aðstoðarmaður Bjarna, Hersir Aron Ólafsson, hann hefði átt í umræddum samskiptum við Sigríði Dögg varðandi Kastljóssþáttinn fyrir hönd Bjarna og frásögn Sigríðar væri uppspuni. Frá upphafi hefði verið lagt upp með það að Bjarni yrði einn í þættinum en þó hefði komið til greina að forsvarsmaður Bankasýslunnar yrði einnig til andsvara. Nú liggur fyrir að annaðhvort Sigríður Dögg eða Bjarni segja almenningi ósatt. Ríkisútvarpið hlýtur að fara ofan í málið og upplýsa hvað gerðist í raun …