Einungis einn hinna útvöldu lagahöfunda sem hlutu þá náð að senda lög sín í undankeppni Eurovisioan hefur dregið sig til baka. Sá er Magnús Jónsson, kenndur við Gus Gus. Hann skýrir afstöðu sína í samtali við vefmiðilinn Vísi. „Já, það er skítalykt af þessu öllu saman …,“ segir hann og taldi fátt skemmtilegt standa eftir í keppninni þar sem Ísrael fær að taka þátt þrátt fyrir óhugnaðinn í Palestínu. Hann sakar Ríkisútvarpið um að hafa farið frjálslega með þann trúnað sem skilyrtur var af beggja hálfu, stofnunarinnar og lagahöfunda.
Gríðarleg gagnrýni hefur skollið á Ríkisútvarpinu og ekki síst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þeirrar hræsni að banna Rússa í Eurovision en leyfa Ísrael. Þá hefur það útspil að gera vinningshafa undankeppninnar ábyrgan fyrir þátttöku í aðalkeppninni lagst illa í fólk og verið talið yfirklór …