Það eru örugglega fáir kátari í starfi í dag en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Árið 2024 kom út fjöldi vinsælla sjónvarpsþátta sem hann lék í og þá birtist hann einnig í annarri seríu af verðlaunaþáttunum Severance en serían hóf göngu sína núna í janúar. Fer Ólafur Darri með hlutverk Mr. Drummond og hefur hann fengið mikil lof fyrir frammistöðu sína í þáttunum.
Þá er væntanlega serían Reykjavík Fusion þar sem hann fer með aðalhlutverkið og leikur Hera Hilmarsdóttir á móti honum þar. Ólafur Darri er sjálfur einn af framleiðendum sjónvarpsþáttaraðarinnar í gegnum framleiðslufyrirtækið ACT4 en hann er einn af eigendum þess.
Nú fyrir helgi bættist framleiðslufyrirtækinu heldur betur góður liðstyrkur en Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá ACT4. Milla hefur mikla reynslu úr fjölmiðlabransanum og vann lengi sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. Þá hefur hún einnig starfað sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra …