Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, er í kröppum dansi þessa dagana og hefur sent frá sér einskonar neyðarkall. Hún upplýsti að rekstur stöðvarinnar væri þungur en því færi þó fjarri að þau Pétur Gunnlaugsson, sérlegur aðstoðarmaður, hennar, ætluðu að gefast upp. Þess í stað myndu þau berjast fyrir tilveru fjölmiðilsins sem er án ríkisstyrkja og þannig óstuddur á grýttri braut íslenskra fjölmiðla.
Parið á Sögu hefur skorið sig úr hvað áherslur varðar og til dæmis lagst gegn bólusetninginum og haft uppi sérstakar skoðanir í málum útlendinga á Íslandi. Þá hafa skoðanir þeirra á loftslagsmálum gjarnan verið á skjön við skoðanir þeirra sem hafa þungra áhyggjur af hlýnun jarðar af mannavöldum.
Arnþrúður upplýsti í útsendingu á dögunum að þau hygðust bregðast við vandanum með því að selja hlutabréf í útgáfufélagi útvarpsstöðvarinnar. Hún bað hlustendur sína um að senda sér einkaskilaboð ef þeir vildu koma til hjálpar. Óljóst er hvert hún stefnir með eignarhaldið og hvort ætlunin sé að skrá félagið á opnum markaði. Arnþrúður hefur þegar þraukað af seiglu með rekstur sinn um langt árabil og líkur eru á því að svo verði áfram …