Arnari Gunnlaugssyni, knattspyrnuþjálfara Víkings, er margt til lista lagt og sýndi hann á sér nýja hlið í viðtali sem DV tók við hann fyrr í vikunni. Þjálfarinn var ræða vonbrigðin sem hann upplifði þegar lið hans kastaði frá Íslandsmeistaratitlinum á síðustu metrunum nú í haust. Arnar fékk í viðtalinu knattspyrnuaðdáendur um allt land til að gráta úr hlátri þegar hann sagðist ekki láta tilfinningarnar ráða og legði ekki í vana sinn að drulla yfir dómara.
Örfáar hræður hafa haldið því fram að Arnar hafi meint orð sín en ólíklegt verður að teljast að jafn reynslumikill maður og hann geti verið í slíkri afneitun um sjálfan sig. Þá hefur einnig verið hvíslað um að Arnar taki við íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu en gangi það ekki eftir er víst að hann á framtíðina fyrir sér sem uppistandari …