Margir bíða þess í nokkru ofvæni að lífsbók Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi ráðherra, komi út um áramótin.
Ögmundur var lengi vopnabróðir og náinn samherji Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda Vinstri-grænna.
En svo varð vik milli vina.
Á meðan ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms var við völd komst Ögmundur í uppreisnarham og vék loks sem ráðherra.
Þetta var þegar villikettirnir voru upp á sitt besta í VG og Ögmundur óopinber leiðtogi þeirra.
Ögmundur hefur lýst því að í sögu sinni sé atburðum lýst af einlægni og þar með er nokkuð víst að Steingrímur J. muni fá yfirhalningu og að uppgjör muni eiga sér stað á milli fótsbræðranna fyrrverandi …